Skip to main content
Frétt

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku SÍ í lyfjum

By 24. febrúar 2010No Comments
Lágmarks-og hámarksgreiðslur sjúklinga í einstökum lyfjaflokkum hækka um 10%

Nýja reglugerðin nr. 140/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum, öðlast gildi 1. mars næst komandi og úr gildi fellur eldri reglugerð nr. 236/2009 um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.

Breytingar sem gerðar hafa verið á síðsta ári á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakaupum skv. eldri reglugerð nr. 236/2009, færast inn í nýju heildarreglugerðina.

Efnislegar breytingar eru meðal annars að lágmarks-og hámarksgreiðslur sjúklinga í einstökum lyfjaflokkum hækka um 10% til að koma til móts við sparnaðarkröfu fjárlaga.

Tengill á frétt Heilbrigðisráðuneytisins

Reglugerð nr. 140/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.