Skip to main content
Frétt

Ný reglugerð um hjálpartæki – styrkir hækka

By 9. desember 2008No Comments
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sett nýja reglugerð um hjálpartæki sem felur í sér verulega hækkun styrkja vegna tækjanna. Meginbreytingin frá reglugerðum nr. 460/2003 og nr. 752/2002 felst í hækkun styrkja, sem tilgreindir eru í fastri krónutölu í reglugerðunum.

Vegna gengisbreytinga undanfarið hefur verð á innfluttum hjálpartækjum hækkað undanfarna mánuði. Þess vegna er talið nauðsynlegt að hækka styrkina sem til að koma til móts við vaxandi útgjöld sjúkratryggðra. Kostnaðarauki vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til nemur rúmlega 230 milljónir króna á ársgrundvelli. Um 45 milljóna króna hækkun er á styrkjum til kaupa á stómavörum, og er það um 40% hækkun.

Fréttin í heild á vef Heilbrigðisráðuneytisins