Skip to main content
Frétt

Ný reglugerð um þunglyndislyf og greiðsluþátttöku ríkisins

By 1. júní 2010No Comments
Heilbrigðisráðherra kynnti nýja reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins vegna þunglyndislyfja sem tók gildi í dag og lagði áherslu á að enginn yrði lyfjalaus.

Heilbrigðisráðherra boðaði til fréttamannafundar í gær þar sem hún kynnti nýja reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins vegna þunglyndislyfja sem tekur gildi í dag, 1. júní. Lagði hún áherslu á að enginn yrði lyfjalaus.

Fjölnota lyfseðlar falla ekki úr gildi fyrr en 1. okt.

Fram kom að fjölnota lyfseðlar sem gefnir voru út fyrir 1. júní haldi gildi sínu til 1. október. Fyrir þann tíma þurfa þeir sem eru á dýrum þunglyndislyfjum sem eftirleiðis falla ekki undir greiðsluþátttöku ríkisin að leita til síns sérfræðilæknis og óska eftir útgáfu lyfjaskírteinis. Er áætlað að það séu um 8.000 manns sem verða í þeirri stöðu.

Lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfin.

Heimilislæknir eða sérfræðingur sjúklings sækir um útgáfu lyfjaskírteinisins. Skilyrði fyrir útgáfu lyfjaskírteinis eru þau að:

  • Meðferð með hagkvæmustu lyfjunum hafi reynst ófullnægjandi í ráðlögðum skömmtum eða aukaverkanir leitt til að stöðva þurfti notkun.
  • Þegar læknir meti svo að breyting á lyfjameðferð sem búið er að still sjúkling inn á, sé ekki réttlætanleg.
  • Tilgreint sé hvaða lyf hafa verið notuð og í hve langan tíma.

Í upplýsingum ráðherra kom meðal annars fram að með þessari breytingu hafi nokkur lyfjafyrirtæki nú þegar lækkað lyf sín svo þau falla undir viðmið um greiðsluþátttöku og vonast er til að fleiri ná því marki. Horft er til norðurlandanna varðandi tilvísanir á ódýrari lyfin sem eru notuð hlutfallslega í mun meira mæli en hér á landi. Tekið var dæmi af dýru lyfi sem um 23% þunglyndra er vísað á hérlendis en eingöngu 7% í Svíþjóð og fleiri dæmi voru tilgreind. Með heildar breytingu á lyfjaflokkunum samkvæmt þessari nýju reglugerð er talið að ríkið spari um 200-300 milljónir.