Skip to main content
Frétt

Ný starfsstöð Ráðgjafarastofu í Sóltúni 26

By 13. maí 2009No Comments
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna tvöfaldar starfsemi sína og opnar nýja starfsstöð við Sóltún 26,  þar getur fólk gengið beint inn af götunni og fengið fyrstu aðstoð frá ráðgjafa.

Ný starfsstöð Sóltúni 26, fyrsta aðstoð veitt strax!

Ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögu félags- og tryggingamálaráðherra, Ástu R. Jóhannesdóttur, um að stórefla Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna með því að tvöfalda starfsemi hennar og opna nýja starfsstöð, við Sóltún 26. Fólk getur gengið inn af götunni og fengið fyrstu aðstoð frá ráðgjafa. Miðað er við að 8–10 starfsmenn starfi þar.  Um tímabundið verkefni er að ræða.

Fjölgun starfsfólks á starfsstöð Ráðgjafarstofu á Hverfisgötu 6, styttri biðtími eftir viðtali.

Fjölgun starfsfólks að Hverfisgötu 6 mun stuðla að því að stytta biðtíma þeirra sem bíða eftir ráðgjöf. Ráðgjafarstofan annaði eftirspurn þangað til nú í apríl þegar aðsókn þrefaldaðist. Miðað er við að unnt verði að vinna á biðlistanum á næstu fjórum vikum.  Sjá ítarlegri frétt á vef Félags- og tryggingamálaráðuneytis.