Skip to main content
Frétt

Ný stjórn og nýr forstöðumaður Hringsjár.

By 12. júní 2007No Comments
Mannabreytingar hafa orðið hjá Hringsjá. Nýverið lét Marín Björk Jónasdóttir, forstöðumaður, af störfum sem og stjórn Hringsjár.

Á fundi framkvæmdastjórnar ÖBÍ þann 29. maí síðastliðin, var skipuð ný stjórn Hringsjár, hana skipa Þóra M. Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélag vangefinna, sem er stjórnarformaður. Eggert Sigurðsson varaformaður Geðhjálpar, og Guðrúnu Stefánsdóttir lektor við KHÍ, sem eru meðstjórnendur. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að ráð nýjan forstöðumann Hringsjár.

Ragnheiður Linda Skúladóttir var í gær ráðin til starfans. Hún er með Mastergráðu í “Human Development Counseling frá University of Illinois, BNA og Diploma í Stjórnun- og forustu í skólaumhverfi frá Háskólanum á Akureyri. Hún var áður félagsmálastjóri Þingeyinga.

Ragnheiði Lindu og stjórnarmönnum er óskað velfarnaðar í starfi.