Skip to main content
Frétt

Ný þjónusta Stillingar.is bætir aðgengi sjóndapra og lesblindra að vef ÖBÍ

By 13. nóvember 2006No Comments
Vefur ÖBÍ hefur nú verið tengdur við nýja þjónustu, Stillingar.is. Með henni geta sjóndaprir og lesblindir valið þær stillingar sem þeim henta á einum stað og virkjað þær á ólíkum vefsvæðum.

Stillingar.is nýr þjónustuvefur Hugsmiðjunnar ehf og verður opnaður formlega af félagsmálaráðherra í dag 16. nóvember kl. 14:00 á Hótel Nordica.

Þjónusta Stillingar.is miðast við þarfir þeirra sem eiga erfitt með að lesa texta á vefsvæðum. Nú er hægt að tilgreina á einum stað óskir viðkomandi varðandi liti og leturstillingar. Þessar óskir er svo hægt að virkja á ólíkum vefsvæðum með því að smella á tákn Stillingar.is.

Auk ÖBÍ má til dæmis virkja Stillingar.is á auðlesnum vef mbl.is (http://www.mbl.is/mm/greinilegur/ ), vef Tryggingamiðstöðvarinnar
(http://tryggingamidstodin.is/ ) og félagsmálaráðuneytisins (http://felagsmalaraduneyti.is/) . Fleiri vefir munu bætast við á næstunni.

Hægt er að lesa meira um þjónustuna á http://www.stillingar.is