Skip to main content
Frétt

Nýjar konur í forystu Kvennahreyfingar ÖBÍ

By 27. maí 2009No Comments
Aðalfundur Kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) var haldinn í gær 26. maí.

Góð mæting var á fundinn, en hann sátu meðal annarra Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ og Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ. Á fundinum voru eftirtaldar konur valdar til skipulagðrar forystu 2009 til 2010.

  • Brynja Arthúrsdóttir
  • Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir
  • Hanna Margrét Kristleifsdóttir
  • María Hallgrímsdóttir
  • Ólafía Ragnarsdóttir
  • Soffía Melsted
  • Þorbera Fjölnisdóttir

Jafnframt starfar með stýrihópnum næsta starfstímabil Jóhanna Leópoldsdóttir.

Úr fyrrgreindum hópi voru valdar tvær talskonur, þær Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir.

Fulltrúi með seturétt á aðalfundi og aðalstjórnarfundum ÖBÍ var tilnefndur, Þorbera Fjölnisdóttir.