Skip to main content
Frétt

Nýr formaður ÖBÍ, Guðmundur Magnússon.

By 24. október 2009No Comments
Tvei voru í kjöri Guðmundur sem hlaut 43 atkvæði og Sigursteinn R. Másson sem hlaut 30 atkvæði.

Guðmundur Magnússon var í dag kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi þess. Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ
Tvei voru í kjöri Guðmundur sem hlaut 43 atkvæði og Sigursteinn R. Másson sem hlaut 30 atkvæði.

Guðmundur er fulltrúi SEM – samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í stjórn ÖBÍ og var varaformaður ÖBÍ. Í hans stað var kjörin til varaformanns í eitt ár, Hjördís Anna Haraldsdóttir frá Félagi heyrnarlausra.

Aðrir sem kjörnir voru í framkvæmdastjórn ÖBÍ að þessu sinni voru Grétar Pétur Geirsson, til gjaldkera. Tveir meðstjórnendur þau Sigríður Jóhannsdóttir frá Samtökum sykursjúkra og Sigurður Þór Sigurðsson frá Ás styrktarfélagi. Þrír varamenn voru kjörnir þau Frímann Sigurnýasson frá SÍBS, Halla B. Þorkelsson frá Heyrnahjálp og Sigrún Gunnarsdóttir Tourette samtökunum á Íslandi.