Skip to main content
Frétt

Nýr lögfræðingur hjá ÖBÍ

By 19. nóvember 2012No Comments

Hannes Ingi Guðmundsson,  hefur verið ráðinn lögfræðingur ÖBÍ í stað Sigurjóns Unnars Sveinssonar sem hefur látið af störfum.

Hannes hefur áður starfað sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara og Sjúkratryggingum Íslands.Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur ÖBÍ

Hann mun veita lögfræðiráðgjöf á skrifstofu ÖBÍ tvo mánudaga í mánuði. Panta þarf tíma fyrirfram á skrifstofu ÖBÍ. Eingöngu er um ráðgjöf að ræða.

Fyrir ÖBÍ sinnir hann einnig álitsgerðum og umsögnum um lagafrumvörp sem varða málefni fatlaðs fólks með öðru starfsfólki ÖBÍ. Hefur eftirlit með réttindum og hagsmunamálum öryrkja, sér um túlkun laga og reglugerða, veitir upplýsingagjöf og á í samskiptum við stofnanir er varðar hagsmunamál öryrkja og annað það sem snertir málaflokkinn.

Hannesi er óskað velfarnaðar í starfi.

Sigurjóni eru þökkuð velunnin störf en hann hefur nú störf hjá Velferðarráðuneytinu.