Skip to main content
Frétt

Nýr Norðurlandasamningur tók gildi 1. maí 2014

By 5. maí 2014No Comments

Markmið samningins er að auðvelda flutning milli Norðurlanda og tryggja þeim sem það gera almannatryggingaréttindi. Sjá nánar frétt TR á tr.is

Samningurinn byggir að mestu leyti á eldri samningi en aðlagaður þeirri þróun sem orðið hefur innan Evrópu og á löggjöf norrænu ríkjanna um almannatryggingar. Á grundvelli samningsins gilda reglur Evrópusambandsins einnig um Færeyinga og Grænlendinga, velji þeir að gerast aðilar að samningum. Sama á við um ríkisborgara landa utan EES/EFTA sem  flytja milli Norðurlandanna.

Helsta atriði nýs samnings eru, hvað Tryggingastofnun varðar, ákvæði um að löndin geri með sér tvíhliða samninga um endurhæfingu og hvernig með þau mál eigi að fara. Markmiðið er að endurhæfing geti farið fram í öðru norrænu landi en vinnulandi. Þannig myndi til dæmis aðili sem býr á Íslandi en starfar í Noregi geta sótt um að endurhæfast á Íslandi lendi hann í slysi eða veikist alvarlega.

Lög um lögfestingu Norðurlandasamningsins um almannatrygginga nr. 119/2013 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Á grundvelli Norðurlandasamningsins hefur einnig verið gerður framkvæmdasamningur sem kveður nánar á um framkvæmd samnings og gildir hann á sama tíma og Norðurlandasamningurinn.