Skip to main content
Frétt

Nýr réttindagæslumaður Helga Baldvins. Bjargardóttir

By 19. desember 2011No Comments
ráðin í hálfa stöðu og mun sinna réttindamálum fyrir fatlað fólk í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Aðsetur Helgu verður í Borgartúni 22, 105 Reykjavík, gsm 858 1627, tölvupóstfang helga[@]rett.vel.is.

Réttindagæslumenn fyrir Reykjavík og Seltjarnarnes eru því tveir, í einu og hálfu stöðugildi eins og ráð var fyrir gert. Fyrir er starfandi Halldór Gunnarsson með aðsetur á sama stað og gsm. 858 1550, tölvupóstfang halldor.gunnarsson(@)rett.vel.is.

Listi yfir aðra réttindagæslumenn á öðrum svæðum landsins.

Réttindagæslumenn starfa samkvæmt 37. gr. laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum og reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011.

Í III. kafla laganna um Réttindagæslumenn fatlaðs fólks.

“ 4. gr. Á landinu skulu starfa svæðisbundnir réttindagæslumenn fatlaðs fólks sem ráðherra skal ráða að fenginni umsögn heildarsamtaka fatlaðs fólks. Skilyrði er að réttindagæslumenn hafi þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks. Leitast skal við að ráða réttindagæslumenn sem hafa menntun sem nýtist þeim í starfi.

Réttindagæslumaður má ekki, samhliða starfi sínu sem réttindagæslumaður, starfa fyrir þjónustuaðila á viðkomandi þjónustusvæði í starfi sem er ósamrýmanlegt starfi réttindagæslumanns.

Ráðherra skal setja reglugerð um réttindagæslumenn fatlaðs fólks og skal þar meðal annars kveðið á um fjölda þeirra.

5. gr. Réttindagæslumenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess.

Búi hinn fatlaði einstaklingur á heimili fyrir fatlað fólk skal forstöðumaður viðkomandi heimilis veita réttindagæslumanni þær upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar vegna starfs síns. Þegar um er að ræða upplýsingar sem varða persónuleg atriði eða upplýsingar um einkafjármuni hins fatlaða einstaklings skal leita eftir samþykki hans og persónulegs talsmanns hans, sbr. IV. kafla, sé slíkur talsmaður til staðar.

6. gr. Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings. Aðstandendur fatlaðs einstaklings, persónulegur talsmaður, þjónustuaðilar, samtök fatlaðs fólks og aðrir sem vegna stöðu sinnar, tengsla eða starfa verða varir við að réttur fatlaðs einstaklings er fyrir borð borinn skulu tilkynna það réttindagæslumanni. Fatlaður einstaklingur, sem telur að réttur hans sé fyrir borð borinn, getur tilkynnt það réttindagæslumanni á viðkomandi svæði. Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann.

Réttindagæslumaður getur einnig hvenær sem er tekið upp mál að eigin frumkvæði. Komist réttindagæslumaður að þeirri niðurstöðu að réttur fatlaðs einstaklings hafi verið fyrir borð borinn aðstoðar réttindagæslumaður hinn fatlaða einstakling við að leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni og óskir hins fatlaða einstaklings.

Réttindagæslumaður getur, telji hann málið þess eðlis og að fengnu samþykki hins fatlaða einstaklings, komið ábendingum um úrbætur á framfæri við hlutaðeigandi aðila og gefið honum frest til að verða við ábendingunum. Verði ekki orðið við ábendingum réttindagæslumanns og hann telur að málið sé kæranlegt til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, skal hann aðstoða hinn fatlaða við að kæra málið og vera honum innan handar varðandi rekstur málsins sé þess óskað.

Réttindagæslumaður skal meta í hverju tilviki fyrir sig, í samráði við hinn fatlaða einstakling, hvort rétt sé að tilkynna mál til ráðuneytisins.“