Skip to main content
Frétt

Nýr samningur hefur verið gerður við sjúkrþjálfara til 5 ára

By 14. febrúar 2014No Comments

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samninginn og skrifað undir reglugerð sem tekur gildi frá og með deginum í dag 14. febrúar. Sækja þarf um endurgreiðslu vegna meðferða dagan 11. til 13. febrúar.

Í stað vísitölubindingar eru taxtabreytingar á samningstímanum tilgreindar og kveðið á um rétt aðila til endurskoðunar ef horfur í verðlags- og efnahagsmálum ganga ekki eftir.

Helstu breytingar og áherslur samningsins og nýju reglugerðarinnar eru:

  • Hækkun á taxta um 2,8%.
  • Sjúkratryggingar Íslands greiða allt að sex skipti á ári í sjúkraþjálfun án þess að fyrir liggi beiðni frá lækni.
  • Gjaldskrárliðum er fjölgað. Sem dæmi má nefna nýjan lið fyrir hópmeðferðir í minni hópum en markmiðið er að efla hópmeðferð og draga þannig úr einstaklingsmeðferðum.
  • Frá og með næsta þjálfunartímabili munu almennir notendur þjónustunnar (aðrir en aldraðir, öryrkjar og börn) greiða fullt verð fyrir fyrstu fimm meðferðarskiptin. Eftir það helst kostnaðarþátttaka þeirra óbreytt, sbr. reglugerð nr. 1189/2013.  Þjálfunartímabil er 365 dagar og er upphaf þess talið frá fyrsta meðferðarskipti.

Sækja þarf um endurgreiðslu vegna meðferða dagan 11. til 13. febrúar.

Athygli er vakin á að þann tíma sem sjúkraþjálfarar voru án samnings (dagana 11. – 13. febrúar 2014) þarf að sækja um endurgreiðslu vegna meðferða sem einstaklingar hafa greitt fullt verð fyrir.  Koma þarf reikningum vegna þessara daga til þjónustuvers SÍ að Vínlandsleið 16.  Viðmið endurgreiðslu er gjaldskrá sjúkraþjálfara skv. eldri samningi.

Sjá nánar á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands