Skip to main content
Frétt

Nýr starfsmaður hjá ÖBÍ

By 31. október 2011No Comments
Sigurjón Unnar Sveinsson, lögfræðingur, hefur  verið ráðinn í 50% starf hjá ÖBÍ og hefur hafið störf.

Hann er með MA gráðu í lögfræði frá HÍ frá júní 2011, fjallaði ritgerð hans um framfærslurétt vegna örorku. Með námi Sigurjón Unnar Sveinssonhefur hann starfað í Hraunbergi, skammtímaheimili fyrir 13-18 ára ungmenni frá 2006.

Breyting á viðtalstímum lögfræðiráðgjafar ÖBÍ

Sigurjón mun meðal annars taka við lögfræðiráðgjöf sem Daníel  Isebarn Ágústsson hefur veitt  á skrifstofu ÖBÍ.

Breyting verður á viðtalstímum á þann hátt að viðtalstímar verða á milli kl. 10.00 til 15.00 anna hvern mánudag.  

Hann mun einnig sinna álitsgerðum og umsögnum um lagafrumvörp sem varða málefni fatlaðs fólks með starfsfólki ÖBÍ. Hafa eftirlit með réttindum og hagsmunamálum öryrkja, sjá um túlkun laga og reglugerða, veita upplýsingagjöf og eiga í samskiptum við stofnanir er varðar hagsmunamál öryrkja og annað það sem snertir málaflokkinn.