Skip to main content
Frétt

Nýr starfsmaður ÖBÍ

By 2. mars 2015No Comments

Stefán Vilbergsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri á skrifstofu ÖBÍ.

Stefán er með B.A. próf í heimspeki og M.A. gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur hann starfað sem verkefnisstjóri Norddjobb á Íslandi og hjá Norræna félaginu við ýmis verkefni. Hann var áður upplýsingafulltrúi hjá Norden í Fokus og verkefnisstjóri Nordjobb í Stokkhólmi. Þá hefur hann verið verktaki við þýðingar á ESB-reglugerðum fyrir utanríkisráðuneytið og pistlahöfundur fyrir tímaritið Pohjola-Norden tidningen í Helsinki.

Stefán mun hefja vinnu með Nefnd ÖBÍ um algilda hönnun, sem vinnur að aðgengismálum í víðum skilningi. Jafnframt mun hann sinna öðrum verkefnum sem snerta hagsmunamál fatlaðs fólks og öryrkja með áherslu á þjónustu sveitarfélaganna.

Við bjóðum Stefán hjartanlega velkomin til starfa, hlökkum til samstarfsins og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.