Skip to main content
Frétt

Nýr starfsmaður ÖBÍ

By 18. janúar 2013No Comments

Þorbera Fjölnisdóttir, ráðgjafi við öryrkja og aðstandendur um réttindi þeirra og skyldur.

Þorbera hefur verið ráðin í hálfa stöðu ráðgjafa. Hún sinnir því starfi á móti Guðríði ÓlafsdótÞorbera Fjölnisdóttirtur sem verði hefur félagsmálafulltrúi ÖBÍ til fjölda ár í fullu starfi, en hefur nú minnkað starfshlutfall sitt í hálft stöðugildi.

Starf Þorberu felst einkum í að veita ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi þeirra og skyldur. Mikilvægur liður í því sambandi eru samskipti við stofnanir sem snerta málaflokkinn vegna stjórnvaldsákvarðana s.s. við Tryggingastofnun Ríkisins, Sjúkratrygginga Íslands, lífeyrissjóði, og fleiri aðila. Þá er eftirlit með réttinda- og hagsmunamálum öryrkja í samvinnu við starfsfólk skrifstofu bandalagsins eitt af þeim verkefnum sem stöðugt þarf að vinna að.

Hún er fulltrúi ÖBÍ í EAPN (European Anti Poverty Network) sem eru evrópusamtök sem vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Hún er einnig virk í kjarahópi ÖBÍ og talskona Kvennahreyfingar ÖBÍ síðastliðin ár.

Þorberu er óskað velfarnaðar í starfi.