Skip to main content
Frétt

Nýr vefur S24 vottaður aðgengilegur

By 6. janúar 2009No Comments
Nýlega var vefur S24 (www.s24.is) vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2.

Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Mikil vinna hefur verið lögð í að gera vefinn sem aðgengilegastan fyrir sem flesta notendur enda samræmist það stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Einnig hefur vefurinn verið endurhannaður bæði hvað varðar útlit og kóða. Við hjá SJÁ óskum S24 innilega til hamingju með nýja vefinn sinn og þökkum samstarfið.