Skip to main content
Frétt

Nýtt á Mínum síðum hjá TR, fyrstu rafrænu umsóknirnar

By 30. október 2012No Comments

Fyrstu umsóknirnar sem hægt er að sækja um rafrænt af Mínum síðum Tryggingastofnunar eru komnar inn.

Það eru umsóknir um:

  • Barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar
  • Framlengdan barnalífeyri
  • Dánarbætur
  • Framlengdar dánarbætur

Umsækjandi þarf að færa inn upplýsingar í þar til gerð form og staðfesta umsókn. Eftir að umsókn hefur verið send vistast hún sem rafrænt skjal þannig að alltaf verður hægt að nálgast hana.

Til að komast á Mínar síður þarf að nota veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn debetkort. Slík auðkenning telst sem fullgild undirskrift. Umsóknir eru tengdar við kennitölu þess sem skráir sig inn, þannig einungis er hægt að sækja um réttindi sem hann hugsanlega á. Ef viðkomandi vill sækja um fyrir annan t.d. systkini, föður eða móður er bent á að auðvelt er að veita öðrum aðila umboð til að sinna málum á Mínum síðum.