Skip to main content
Frétt

Nýtt ráð í norrænu samstarfi um málefni fatlaðs fólks

By 13. janúar 2014No Comments

Ellen Calmon formaður ÖBÍ og Rún Knútsdóttur lögfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, eiga sæti í ráðinu. Fyrsti fundur þess var í Stokkhólmi í nóvember síðastliðnum og sátu þær báðar fundinn.

Norrænt samstarf á sviði málefna fatlaðs fólk eykst með stofnun Ráðsins um norrænt samstarf í málefnum fatlaðs fólks. Nýja ráðið samanstendur af sérfræðingum skipuðum af ríkisstjórnum Norðurlanda og af fulltrúum samtaka öryrkja. Markmið ráðsins er að stuðla að bættum lífskjörum þeirra fjölmörgu sem er með einhvers konar fötlun. Ellen Calmon formaður ÖBÍ og Rún Knútsdóttur lögfræðings hjá Velferðarráðuneytinu, eigi sæti í ráðinu. Fyrsti fundur nýja ráðsins var í Stokkhólmi í nóvember síðastliðinum og sátu þær báðar fundinn.Norræna ráðið um málefni fatlaðs fólks

Ráðherranefndin fól Norrænu velferðarmiðstöðinni (NVC) að sjá um skrifstofu ráðsins.

Maria Montefusco er verkefnisstjóri og ritari nýja ráðsins:

„Við komum saman í þrjá drjúga daga þar sem áhersla var lögð á markmið og aðgerðir vegna framkvæmdaáætlunarinnar fyrir 2014. Við kynntumst hvert öðru og stefnu hvers okkar í málefnum fatlaðra sem og verkefninu sem ráðherranefndin fól okkur.Ég ásamt fulltrúum í ráðinu sem og Norræna ráðherranefndin, sem fól okkur verkefnið, munum gera allt til að nýja ráðið hafi áhrif, við viljum gera norrænu ríkjunum gagn. Í framhaldinu á starfsemi ráðsins einnig að stuðla að því að bæta aðstæður miljóna íbúa sem búa við ýmiss konar fötlun“.

Fyrsta verkefnið sem ráðherranefndin fól ráðinu var að gera tillögur vegna framkvæmdaáætlunar um málefni fatlaðra. Framkvæmdaáætlunin verður í brennidepli á næstu fundum ráðsins.

Ewa Persson Göransson framkvæmdastjóri Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar:

„Loksins tekur nýja ráðið til starfa! Málefni fatlaðra hafa lengi haft forgang í samstarfi landanna. Við erum öll sammála um og viljum breyta því að fatlaðir líða um of vegna félagslegrar einangrunar og verri lífskjara. Við hlökkum til að takast á við verkefnið í gegnum nýja ráðið!“

Fulltrúarnir í ráðinu eru valdir í hverju landi fyrir sig en stjórnarráð hvers lands bar ábyrgð á valinu. Ráðið samanstendur af sérfræðingum skipuðum af ríkisstjórnum landanna og fulltrúum samtaka öryrkja. 

Ef óskað er nánari upplýsinga um ráðið má hafa samband við:

Maria Montefusco verkefnisstjóra

+46-8-545 536 13
+46-761-99 28 07

Fréttin á vef Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (NVC)