Skip to main content
Frétt

Nýtt verklag vegna sjúkratryggingaréttinda á milli landa innan EES svæðisins

By 5. júní 2012No Comments
Einstaklingar eiga eftirleiðis rétt á því að stofnun í því landi sem einstaklingur hefur flutt til, sjái um að afla allra upplýsinga um hugsanlegan rétt viðkomandi. Segir í frétt Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

Hvað breytist?

Meginbreytingin er að reglugerðin nær nú til allra tryggðra einstaklinga í hverju aðildarríki EES fyrir sig og ekki er lengur gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði eins og áður var. Reglur um jafnræði tryggðra einstaklinga, samlagningu tímabila og greiðslur bóta milli landa eru styrktar.  

Fyrir einstaklinga er þessi breyting til þess fallin að einfalda þeim verulega að nýta sér réttindi á milli landa. Einstaklingar þurfa ekki lengur að fara og fá útgefin skjöl um réttindi sín áður en þeir t.d. flytja búferlum milli landa. Þess í stað eiga þeir rétt á því að stofnun í því landi sem einstaklingur hefur flutt til, sjái um að afla allra upplýsinga um hugsanlegan rétt viðkomandi.

Stofnanir sjá um að afla upplýsinga um rétt einstaklinga milli landa

SÍ munu sjá um samskipti vegna sjúkratryggingaréttinda. Samskipti milli SÍ og erlendra stofnanna verða alfarið með stöðluðum rafrænum skjölum í fyrirfram ákveðnum samskiptaflæðum. Rafvæðingu skjalamiðlunar á milli allra aðildarríkja á að vera lokið fyrir 1. maí 2014.