Skip to main content
Frétt

ÖBÍ 50 ára

By 4. maí 2011No Comments

Öryrkjabandalag Íslands var stofnað 5. maí 1961.

Af því tilefni verður afmælisfagnaður á Hilton Reykjavik Nordica Hótel, þar sem verður meðal annars frumsýnd Afmælislogo ÖBÍ 50 áraheimildarmyndin „Eitt samfélag fyrir alla, Öryrkjabandalag Íslands í 50 ár.“ Rauður þráður myndarinnar er mannréttindabarátta.

Þetta er í fyrsta sinn sem gerð er heimildarmynd um ÖBÍ en höfundur myndarinnar Páll Kristinn Pálsson hefur unnið að gerð hennar undanfarið ár. Efniviðurinn kemur að megninu til frá sjónvarpi RÚV, Kvikmyndasafni Íslands, persónulegum myndasöfnum og miklum fjölda viðtala. Fjallað er um sögu bandalagsins í máli og myndum.

Aðdragandi að stofnun ÖBÍ

Á stofnfundi Sjálfsbjargar 1959 var samþykkt áskorun á stjórn þess efnis að hún beitti sér fyrir samvinnu við önnur öryrkjafélög um stofnun bandalag. Fulltrúar frá SÍBS og Blindrafélaginu voru boðaðir til fundar þann 7. september  að Grundarstíg 15 í Reykjavík til að ræða samstarf. Undirbúningurinn var þar með hafinn og 5. maí 1961 var svo stofnfundur Öryrkjabandlags Íslands.

Stofnfélög ÖBÍ voru sex:

 • Ás styrktarfélag (sem þá hét Styrktarfélag vangefinna)
 • Blindrafélagið
 • Blindravinafélag Íslands
 • SÍBS – Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga
 • Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra
 • Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra  (SLF)

Fyrsta stjórn ÖBÍ var skipuð einum fulltrúa frá hverju þessara félaga. Mynd hér hægra megin á síðunni sýnir fyrstu stjórn ÖBÍ ásamt framkvæmdastjóra, talið frá vinstri :

 • Andrés Gestsson, BlindrafélaginuFyrsta stjórn ÖBÍ
 • Einar Eysteinsson, Blindravinafélaginu
 • Sveinbjörn Finnsson, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
 • Oddur Ólafsson, SÍBS og fyrsti formaður ÖBÍ
 • Sigríður Ingimarsdóttir, Styrktarfélagi vangefinna (nú Ás styrktarfélag)
 • Zophanías Benediktsson, Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra
 • Guðmundur Löve, fyrsti framkvæmdastjóri ÖBÍ