Skip to main content
Frétt

ÖBÍ bauð upp á örpylsu og kók lögg

By 15. apríl 2013No Comments

Baráttufundur ÖBÍ með fulltrúum framboða til Alþingis var haldinn 13. apríl 2013

Fulltrúar þeirra framboða sem bjóða fram til Alþingis á landsvísu fengu ör-pylsur og lögg af kók er þeir mættu á baráttufund Öryrkjabandalags Íslands. Athöfnin var táknræn og til marks um hvernig búið er að skerða kjör öryrkja á síðustu fjórum árum miðað við launa- og neysluvísutölu.

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði í ávarpi sínu að fyrsta verk nýrrÁsgerður fær örpylsu á framboðsfundi ÖBÍ um kjaramálar svokallaðrar velferðarstjórnar sumarið 2009 hefði verið að skerða bætur öryrkja með sögulegum hætti þar sem laun öryrkja voru  lækkuð með 3-4 daga fyrirvara. 

Í ræðu sinni fór Guðmundur yfir áherslur í málflutningi Öryrkjabandalagsins og nauðsyn þess að lögfesta Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann rakti einnig hvernig meðaltekjur öryrkja fyrir skatta hefðu aðeins hækkað um 4,7% sl. fjögur ár á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 23,5% og vísitala neysluverðs um 20,5%.

Fimm lykilspurningar og svör

Í aðdraganda fundarins vann kjarahópur ÖBÍ fimm lykilspurningar sem framboðunum gafst kostur á að svara á fundinumVigdís Hauksdóttir fær örpulsu og kók dreitil á framboðsfundi ÖBÍ og skriflega. Jafnframt var nokkrum dögum fyrir fund auglýst eftir spurningum þar sem fólki var gefinn kostur á að leggja spurningar fyrir framboðin sem síðan voru dregnar saman í fjóra spurningar sem lagðar voru fyrir  á fundinum. Framboðin fengu síðan tvö stutt tækifæri hvert á fundinum til að svara til um hvernig þau sæju fyrir sér að rétta mætti hlut öryrkja á komandi kjörtímabili. Mörg þeirra ummæla sem þar féllu auka bjartsýni um að kjörin verði leiðrétt en næstu mánuðir skera úr um hvort saman fari loforð og efndir.

Tengill á myndbönd, framsöguerindi og svör framboðanna við spurningum kjarahóps ÖBÍ

Í pallborði sátu fulltrúar frá ellefu framboðum, þeir voru: Heiða Kristín Helgadóttir (Björt framtíð)
Margrét Tryggvadóttir (Dögun), Ásgerður Jóna Flosadóttir (Flokkur heimilanna), Vigdís Hauksdóttir (Framsóknarflokkurinn), Kjartan Örn Kjartansson (Hægri grænir), Örn Bárður Jónsson (Lýðræðisvaktin), Hildur Sif Thorarensen (Píratar), Harpa Njálsdóttir (Regnboginn), Helgi Hjörvar (Samfylkingin), Pétur H. Blöndal (Sjálfstæðisflokkurinn), Ögmundur Jónasson (Vinstri græn)