Skip to main content
Frétt

ÖBÍ boðar til fundar 13. apríl

By 27. mars 2013No Comments

Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum um hvernig þeir ætla að bæta kjör öryrkja á komandi kjörtímabili.

Þingmaður og svarið er? Fundur ÖBÍ 13 apríl 2013

Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra, en þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.

„…Þingmaður og svarið er?“

Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30.

Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013, á landsvísu. Rætt verður hvernig frambjóðendur ætla að rétta hlut öryrkja á komandi kjörtímabili.

Dagskrá fundarins

Bein útsending frá fundinum verður af heimasíðu ÖBÍ www.obi.is