Skip to main content
Frétt

ÖBÍ fagnar ákvörðun Borgarráðs Reykjavíkur

By 27. mars 2014No Comments

Hvetur ÖBÍ önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.

Öryrkjabandalag Íslands fagnar ákvörðun Borgarráðs Reykjavíkur um að veita tímabundna þjónustu við fatlaða framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara.

Hvetur ÖBÍ önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.

Því vitað er að fatlaðir nemendur eru sérstaklega viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfa margir hverjir stöðuga þjónustu. Þau eiga sér oft takmarkað eða ekkert félagslegt net utan skóla.

Foreldrar geta sótt um sérstakar undanþágur í gegnum skólameistara hvers skóla sem fer með beiðni áfram til undanþágunefndar. Ef þær væru veittar kæmi kennari til starfa til að kenna nemendum.