Skip to main content
Frétt

ÖBÍ fagnar textun efnis á RÚV

By 13. mars 2013No Comments

Öryrkjabandalag Íslands fagnar því að RÚV hefji textun sjö frétta sjónvarps í dag og annars innlends efnis á komandi vikum.

Jafnframt óskar ÖBÍ ríkisútvarpinu til hamingju með að taka í notkun talgervlana Karl og Dóru á heimasíðu sinni ruv.is.

Hér er um mikilvægt aðgengismál fyrir heyrnarlausa og blinda að ræða og hvetur ÖBÍ aðra ljósvaka- og vefmiðla til að taka RÚV sér til eftirbreytni.

Tengill á frétt RÚV um textun efnis