Skip to main content
Frétt

ÖBÍ fer fram á að styrkir til bifreiðakaupa og reksturs bifreiða verði hækkaðir

By 7. desember 2010No Comments
Öryrkjabandalag Íslands hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn við frumvarpi um kerfisbreytingu í skattlagningu ökutækja.

Umsögnin er við frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, og lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum (kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja), 197. mál.

Í umsögn ÖBÍ kemur fram að ef frumvarpið verði samþykkt eins og það er lagt fram, auki það rekstrarkostnað bifreiða hreyfihamlaðra verulega. Kaupverð nýrra og notaðra bíla hækki.

ÖBÍ fer því fram á að uppbætur og styrkir til bifreiðakaupa og reksturs þeirra verði endurskoðaðir með það að markmiði að hækka þá til samræmis við þær auknu álögur sem falla munu á fatlaða eins og fram kemur í frumvarpinu.

Umsögn ÖBÍ vegna frumvarpsins (word-skjal 78kb)