Skip to main content
Frétt

ÖBÍ hefur áhyggjur af fötluðum nemendum í kennaravekfalli

By 26. mars 2014No Comments

Vitað er að fatlaðir nemendur eru sérstaklega viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfa margir hverjir stöðuga þjónustu. Öryrkjabandalag Íslands hefur verulegar áhyggjur af að ekki skuli vera veittar undanþágur og tekur undir með formanni undanþágunefndar sem segir að sveitarfélögin ættu að veita fötluðum nemendum þjónustu í kennaraverkfallinu. Engar undanþágur hafa verið veittar til kennslu nú, en mikil óánægja skapaðist vegna þeirra í síðasta verkfalli.

Fatlaðir nemendur eru sérstaklega viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfa margir hverjir stöðuga þjónustu. Þau eiga sér oft takmarkað eða ekkert félagslegt net utan skóla. Í viðtali við nema í sjónvarpsfréttum RÚV kom fram að honum líður illa í verkfallinu.

Foreldrar geta sótt um sérstakar undanþágur í gegnum skólameistara hvers skóla sem fer með beiðni áfram til undanþágunefndar. Ef þær væru veittar kæmi kennari til starfa til að kenna nemendum, en slíkt var gert í síðasta kennaraverkfalli fyrir 14 árum. Á  starfsbrautum í framhaldsskólum landsins stunda 415 fatlaðir nemendur nám þetta árið.

Átak ályktar um kennaraverkfallið

Átak – félags fólks með þroskahömlun, sendi frá sér ályktun í dag, 26. mars þar sem lýst er áhyggjum þeirra á að sveitarfélögin séu ekki að veita fötluðum nemendum þjónustu í yfirstandandi kennaraverkfalli.