Skip to main content
Frétt

ÖBÍ mótmælir hækkun á gjaldtöku um allt að 70%

By 8. janúar 2008No Comments
Á fundi framkvæmdastjórnar ÖBÍ fyrr í dag var fagnað ákvörðun heilbrigðisráðherra að fella niður komugjöld barna á heilsugæslustöðvum, en um leið var mótmælt hækkun á gjaldtöku fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu öryrkja um allt að 70%.  Sjá yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ÖBÍ frá fundinum hér fyrir neðan.

Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn ÖBÍ

Um leið og ÖBÍ fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra að fella niður komugjöld barna á heilsugæslustöðvum og á sjúkrahúsum mótmælir bandalagið hækkun á gjaldtöku fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu öryrkja um allt að 70%.

ÖBÍ hefur markað þá stefnu að fella beri niður gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu í þeim tilgangi að tryggja öllum greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ákvörðun ráðherra um hækkun gjalda á aðra en börn gengur gegn þessu yfirlýsta markmiði og sem finna má í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

ÖBÍ skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðunina og lækka eða fella niður gjaldtöku á alla sem þurfa á þjónustu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa að halda.

Reykjavík, 8. janúar 2008
Framkvæmdastjórn ÖBÍ