Skip to main content
Frétt

ÖBÍ mótmælir tillögu um gjaldskrárhækkun

By 6. desember 2010No Comments
Í tillögum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar kemur fram að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu verði breytt frá og með næstu áramótum. Gjald fyrir þrif muni hækka um nær 100% samkvæmt þeirri tillögu.

Í umsögnin Öryrkjabandalags Ísalnds til Reykjavíkurborgar, kemur meðal annars fram að, ÖBÍ mótmæli fyrirhuguðum hækkunum sem geti komið illa við þá sem hafa lágar tekjur sér til framfærslu. Ljóst sé að tekjuviðmið Reykjavíkurborgar fyrir þá einstaklinga sem séu undanþegnir gjaldskyldu fyrir heimaþjónustu sé undir lágmarksbótum TR eins og fram kemur í gjaldskrá frá og með 1. janúar 2009 og þar af leiðandi séu viðmiðin allt of lág. Því sé mikilvægt að tekjuviðmið fyrir þá sem verði undanþegnir gjaldskyldu verði sanngjörn miðað við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu.

Umsögn ÖBÍ í heild.