Skip to main content
Frétt

ÖBÍ sendir umsögn um NPA til nefndasviðs

By 23. apríl 2010No Comments
varðandi tillögu til þingsályktunar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fólk með fötlun.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagnar í umsögn sinni, því að þessi þingsályktunartillaga sé komin fram og tekur heilshugar undir efni hennar og nauðsyn þess að tryggja fötluðum einstaklingum þau sjálfsögðu mannréttindi að geta lifað sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu.

Í umsögninni er áhersla á að aðkoma hagsmunasamtaka og notenda verði tryggð. Fjármagn fylgir einstaklingnum. Einnig að úrbætur nái til einstaklinga búsetta hérlendis sé óháð ríkisborgararétti. Loks vísar ÖBÍ til umsagnar Sjálfsbjargar lsf. og umsagnar Samtaka um sjálfstætt líf og vinnuhóps um stofnun miðstöðvar um notendastýrða persónulega aðstoð.

Umsögnin ÖBÍ í heild (word-skjal 667 kb)