Skip to main content
Frétt

ÖBÍ skorar á Alþingi að lögfesta samning SÞ

By 17. ágúst 2012No Comments

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands ályktað eftirfarandi á fundi sínum 16. ágúst síðast liðinn

Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands 16. ágúst 2012

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Alþingi Íslendinga að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar.

Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars 2007 og eftir eitt ár var ljóst hverju þyrfti að breyta til að hægt væri að fullgilda hann. Með því að lögfesta hann strax líkt og gert var við Mannréttindasáttmála Evrópu tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun. Samningurinn kveður ekki á um nein ný réttindi, heldur skýrir hann hvernig þessi ákveðni hópur geti einnig notið almennra mannréttinda.

Greinargerð með ályktun

Stjórnvöld hafa nú haft rúm 5 ár til að innleiða samninginn án sýnilegs árangurs. Þegar árið 2008 var skipaður starfshópur í velferðarráðuneytinu um hvernig best væri að standa að fullgildingu samningsins og skilaði hópurinn af sér ári síðar. Þokast hefur í rétta átt en enn vantar lögfestingu samningsins og endurskoðun á þýðingu hans.

Mikilvægt er því að endurskoða strax þýðingu þá sem gerð var og er í notkun, þar sem bæði er um að ræða hreinar rangfærslur og misskilning á hugtakinu fötlun.