Skip to main content
Frétt

ÖBÍ telur löngu tímabært að persónuafsláttur og bætur almannatrygginga hækki

By 26. maí 2011No Comments

segir meðal annars í umsögn þess til nefndasviði Alþingis um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Í umsögninni segir einnig að ljóst sé að ekki gangi að skatleggja fólk með laun undir fátæktarmörkum. Með hækkun persónuafsláttar og hækkun bóta yrðu kjör fólks sem nú lifir langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins best bætt.

Starfsendurhæfing og VIRK

Fjallað er einnig á kafla frumvarpsins sem fjallar um aukna tekjuöflun fyrir VIRK starfsendurhæfingu. Leggur ÖBÍ mikla áherslu á að lögfesta að starfsendurhæfing nái til allra óháð því hvort þeir hafi verið á vinnumarkaði eða ekki.  Fer ÖBÍ fram á að eiga fulltrúa í samráðsnefnd sem fjallar um þessi mál.

Umsögnin í heild

Frumvarpið á heimasíðu Alþingis.