Skip to main content
Frétt

Óbreytt greiðsla TR til lífeyrisþega 1. janúar 2010!

By 4. janúar 2010No Comments
Vegna lítils fyrirvara náði TR ekki að leiðrétta greiðslur fyrir áramót samkvæmt nýsamþykktum lögum.

Í frétt á heimasíðu TR segir að; ”Þann 1. janúar urðu engar breytingar á fjárhæðum bóta eða frítekjumörkum frá TR. Vegna lítils fyrirvara náðist ekki að leiðrétta greiðslur fyrir áramót samkvæmt nýsamþykktum lögum um tekjuöflun ríkisins. Í janúargreiðslum var því miðað við óbreytt skattþrep ársins 2009.       

Í janúar verða gerðar leiðréttingar samkvæmt gildandi skattareglum og í kjölfarið fá lífeyrisþegar senda heim í pósti greiðslu- og tekjuáætlun fyrir árið 2010.

Leiðréttingar á útgreiðslum þann 1. janúar 2010 verða, ef það þarf, gerðar 1. febrúar nk.

Lífeyrisþegar eru minntir á mikilvægi þess að  leiðrétta tekjuáætlun ef þörf er á.  Á þjónustuvefnum www.tryggur.is  er einfalt og þægilegt að skoða og breyta tekjuáætlun. Nota þarf veflykil RSK við innskráningu.

Við gerð tekjuáætlunar er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif.
  • Tekjur þarf að gefa upp á ársgrundvelli og fyrir skatta.
  • Fjármagnstekjur breytast oft á milli ára.

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar og umboða um land allt veitir fúslega ráðgjöf og aðstoð við gerð tekjuáætlunar.“