Skip to main content
Frétt

Ólympíumót fatlaðs fólks hefst í dag

By 7. mars 2014No Comments
Opnunarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðs fólks  í kvöld. Erna Friðriksdóttir verður fánberi. Tveir fulltrúar frá Íslandi keppa í svigi og stórsvigi.

Opnunarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðs fólks fer fram í kvöld í Sochi. Hátíðin hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Beinni útsending verður hjá RÚV.

Erna Friðriksdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld. Þetta er í annað sinn sem Erna tekur þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðs fólks en hún keppti einnig fyrir Íslands hönd í Vancouver 2010 og var þá eini keppandinn og fánaberi.

Ísland á tvo fulltrúa á mótinu, Ernu Friðriksdóttir sem keppir í svigi og stórsvigi og Jóhann Þór Hólmgrímsson  sem keppir í sömu greinum.