Skip to main content
Frétt

Opið bréf til stjórnmálaflokka

By 26. mars 2009No Comments
Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamband eldri borgara hafa sent opið bréf til allra stjórnmálaflokka fyrir hönd lífeyrisþega.

Þar sem athygli er vakin á því að um áramót var lögvernduð lágmarkshækkun lífeyris samkvæmt 69. gr. laga 100/2007 um almannatryggingar rofin, sem skerti þar með um 10% greiðslur almannatryggingabóta til lífeyrisþega fyrir árið 2009.

Í bréfinu er farið fram á að allir flokkar svari því skýrt og skilmerkilega hvort og þá hvernig þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Óskað er svara frá stjórnmálaflokkunum fyrir 2. apríl.

Bréfið í heild sinni.

Lög 100/2007