Skip to main content
Frétt

Opinn fræðslufundur um stöðu fatlaðra í Palestínu

By 28. nóvember 2006No Comments
ÖBÍ og Blindrafélagið standa fyrir fræðslufundi um stöðu fatlaðra í Palestínu fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17.00 til 18.30, í Hamrahlíð 17, annarri hæð.

Ziad Amro forgöngumaður í málefnum blindra og fatlaðra, fyrrum framkvæmdastjóri og formaður Öryrkjabandalags Palestínu mun halda framsögu og svara fyrirspurnum fundarmanna.

Ziad er menntaður félagsráðgjafi frá Bandaríkjunum og hefur mikla þekkingu á málefnum fatlaðra í Palestínu. Hann mun m.a. fjalla um stöðu fatlaðra í Palestínu, menntunarmöguleika og atvinnumöguleika þeirra.
Það er von ÖBÍ og Blindrafélagsins að sem flestir sjái sér fært að mæta en fundurinn er öllum opinn.

Blindrafélagið og ÖBÍ

Sjá einnig auglýsingu um fund með Ziad á Hótel Borg 29. nóvember.