Skip to main content
Frétt

Opinn fundur ÖBÍ um kjaramál 21. nóvember

By 18. nóvember 2015No Comments

Öryrkjabandalags Íslands heldur opinn fund um kjaramál, laugardaginn 21. nóvember, kl. 13.00-15.00 á Grand Hóteli Reykjavík,(Gullteig), Sigtúni 38, Reykjavík. Kynnt verður álitsgerð Ólafs Ísleifssonar hagfræðings um „Ráðstöfunartekjur og mannsæmandi framfærslu.“ 

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, flytur ávarp. María Óskarsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, fjallar um kjör örorkulífeyrisþega. Tvær reynslusögur verða sagðar.

Slegið á léttari strengi með Elvu Dögg Gunnarsdóttur, Regínu Ósk Óskarsdóttur og Ívu Marin Adrichem. 

Fundarstjóri verður Sigurjón M. Egilsson. Boðið verður upp á rit- og táknmálstúlkun.

Allir velkomnir!   Fjölmennum og sýnum samstöðu.