Skip to main content
Frétt

Opnunarhátíð Listar án landamæra í dag

By 11. apríl 2014No Comments

Settningarathöfnin fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst kl. 17.30.

Það er í ellefta sinn sem List án landamæra er haldinn. Sérstök áhersla verður lögð á list fyrir blinda og sjónskerta í ár og það hvernig þeir geta iðkað list og notið hennar.

Fjölskyldusýningin Hamlet litli, í Borgarleikhúsinu, verður fyrst allra leiksýninga á Íslandi sýnd bæði með sjónlýsingum og táknmálstúlkun í einu.

Listakonan Sigrún Huld er listamaður hátíðarinnar og verðugur fulltrúi þeirra sem hafa skarað fram úr sem fyrirmynd annarra.

Listviðburðir verða víða um land á þessum tíma en hátíðin stendur til 25. maí

Dagskrá Listar án landamæra má finna á heimasíðunni, listin.is