Skip to main content
Frétt

Opnunarhátíð Listar án landamæra sumardaginn fyrsta

By 20. apríl 2009No Comments
Opnunarhátíð Listar án landamæra verður í Iðnó, við Tjörnina kl. 15.00 á sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl næstkomandi.

Hátíðin teygir sig árlega til æ fleir sveitarfélaga. Viðburðir verða nú alls um 50 talsins á eftirtöldum stöðum í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Ísafirði, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Hallormsstaðarskógi, á Sólheimum og í Vestmannaeyjum. Mikið verður um dýrðir. Nánari upplýsingar um atburðina má finna í dagskrá hátíðarinnar og á bloggsíðu Listar án landamæra

Forsíða dagskrárList án landamæra-forsíða dagskrár

Dagskráin er fagurlega myndum skreytt. Forsíðumyndin sem hér er birt er samsett úr fjölda mynda eftir listamanninn Einar Baldursson. Einar vinnur að verkum sínum að Sólheimum í Grímsnesi þar sem hann býr og starfar.