Skip to main content
Frétt

Opnunarhátíð Listar án landamæra

By 13. apríl 2012No Comments
miðvikudaginn 18. apríl, kl.17.30 (hálf 6)  í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjöldi listviðburða í apríl og maí.

List án landamæra hefst þann 17. apríl með skáklist án landamæra í Læk, athvarfi Rauða krossins, Hörðuvöllum 1, 220 Hafnarfirði.

Sjálf opnunarhátíðn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. apríl næstkomandi kl.17.30 (hálf 6)

  • Jón Gnarr setur hátíðina
  • Valur geislaskáld les ljóð
  • Sævar Sigurbjarnarson (80 ára) og Elfar Þór Guðmundsson (6 ára) flytja ljóðið Krumma eftir Davíð Stefánsson
  • Tara Þöll Danielsen Imsland flytur lagið „Bad romance“ sem hún mun flytja í EUROSONG á Írlandi í júní.
  • Grímur Trommari – listahópur úr Hinu húsinu syngur og leikur.
  • Elva Dögg Gunnarsdóttir – uppistand
  • Bjöllukórinn og Retro Stefson ljúka svo opnunarhátíðnni.

Á sama tíma opnar sýning listafólks á þrívíðum verkum. Sýnendur hafa unnið að list sinni í Ásgarði,
Gylfaflöt, Sólheimum, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, Fjölmennt, Bjarkarási, Lækjarási og á Egilsstöðum.
Sýningin verður opin á opnunartíma Ráðhússins og stendur til 28. apríl.

Dagskrá verður vítt og breitt um landið á tímabilinu 18. apríl – 25. maí, kynnið ykkur dagskrá Listar án landamæra.