Skip to main content
Frétt

Orkuveita Reykjavíkur synjar beiðni um afslátt á fráveitugjöldum til lífeyrisþega

By 18. febrúar 2011No Comments

ÖBÍ hefur brugðist við svari OR með bréfi til borgarstjóra Reykjavíkur.

Öryrkjabandalag Íslands sendi bréf til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 26. janúar sl., með ósk um endurskoðun álagningar fráveitugjalds (áður holræsagjald) hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Farið var fram á að lífeyrisþegum yrði veittur afsláttur í samræmi við tekjur þeirra, með sama fyrirkomulagi og gert er með fasteignagjöld. Orkuveita Reykjavíkur hefur svarað og synjaði þeirri ósk ÖBÍ og segja meðal annars að „…ekki sé veittur afsláttur af þjónustugjöldum“ OR, slíkur afsláttur s頄 …alfarið í höndum sveitarfélaga“.Merki Orkuveitu Reykjavíkur

ÖBÍ hefur því sent borgarstjóra Reykjavíkur bréf þar sem bent er á þessa breytingu sem orðið hefur og þá miklu hækkun sem lífeyrisþegar virðast í mörgum tilfellum verða fyrir. Einnig er vísað til að um áraraðir hafi borgin veitt slíka lækkun bæði á fasteigna- og holræsagjaldi. Það hafi auðveldað fólki með lágar tekjur að búa áfram í eigin húsnæði þrátt fyrir veikindi eða fötlun. ÖBÍ fer fram á að borgastjórn beiti sér í að þessum afslætti verði fram haldið líkt og með afslætti á fasteignagjöld 2011.

Íbúðir stækka milli ára?

Í bréfi ÖBÍ til borgarstjóra er einnig bent á að allnokkrir hafi leitað til bandalagsins varðandi breytingar sem hafi verið gerðar á fermetrafjölda húsnæðis þeirra á milli ára. Fráveitugjaldið miðast í þeim dæmum við hærri fermetratölu, sem auki kostnað íbúa enn frekar. Dæmi er tekið af íbúð einstaklings sem stækkaði úr 47,6 fm í 60 fm á milli ára. Farið er fram á að þau mál verði skoðuð sérstaklega.

Tekjuviðmið til lækkunar fasteignagjald verði leiðrétt samkvæmt vísitölu

Í bréfi ÖBÍ til borgarstjóra er að lokum bent á að tekjuviðmið það sem haft er til viðmiðunar við lækkun fasteignagjalda hafi að þessu sinni ekki verið framreiknað samkvæmt vísitölu ársin og hvetur ÖBÍ til að það verði leiðrétt.