Skip to main content
Frétt

Örorka og velferð á Íslandi

By 3. janúar 2006No Comments
og í öðrum vestrænum löndum

Skýrsla Stefáns Ólafssonar, prófessors hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Örorka og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum er komin út.Í inngangi segir að markmið rannsóknarinnar sé að gera grein fyrir umfangi, einkennum og þróun örorku á Íslandi, með samanburði við örorkumál grannríkjanna á Vesturlöndum. Einnig er fjallað um kjör íslenskra öryrkja, þjónustu velferðarkerfisins, þjóðfélagsaðstæður og stefnu og aðgerðir stjórnvalda í málum fatlaðra og öryrkja. Tilgangur verksins er sá að skýra stöðu þessara mála og framvindu á síðustu árum, draga lærdóm af reynslu grannríkjanna og búa í haginn fyrir framtíðarstarf á þessu sviði velferðarmála.


Rannsóknin er unnin við Rannsóknarstöð þjóðmála, sem er hluti af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Öryrkjabandalag Íslands er styrktaraðili að rannsókninni.


 


Tengill á skýrslu Stefáns – Örorka og velferð á Íslandi.