Skip to main content
Frétt

Örorkubætur og persónuafsláttur hækka

By 4. janúar 2012No Comments

Líkt og um flest áramót verða hækkanir á bótum TR og ýmsum liðum hjá RSK. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um 3,5 % þann 1. janúar 2012, samkvæmt frétt á vef Tryggingarstofnunar ríkisins.  Frítekjumörk vegna launa, lífeyris- og fjármagnstekna, verða hinsvegar sömu og verið hefur frá 1. janúar 2009. Sjá nánar á heimasíðu TR á upplýsingar um reglugerðir þar að lútandi, reiknivél og tölulegar upplýsingar.

Enn hefur þó ekki verð leiðrétt sú kjaraskerðing sem lögð var á stóran hluta örorklífeyrisþega frá 1. janúar 2009 og ÖBÍ hefur ítrekað mótmælt í umsögnum og ályktunum.

Hækkun persónuafsláttar og fleira hjá RSK.

Á heimasíðu Ríkisskattstjóra (RSK) má sjá þær breytingar sem gerðar eru um áramótin á staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars og persónuafsláttur fyrir árið 2012

Persónuafsláttur einstaklings hækkar í 46.532 krónur á mánuði (var 44.501), eða krónur 558.385 fyrir árið í heild.

Fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, þ.e. mörkin milli skattþrepa hækkuðu einnig. Mörk annars þreps hækka um 9,8% en þriðja þreps um 3,5%.

Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og meðalútsvars verður í þremur þrepum;
1. þrep 0-229.999 37,34%,
2. þrep 230.000 – 704.366 40,24%
3. þrep 704.367 og hærri laun  46,24%.

ATH! sum sveitarfélög eru með brot út prósentu hærri álagningu en þarna er sýnd.

Vakin er athygli á að heimilt er að skattleggja hluta tekna maka í miðþrepi í stað efsta þreps hafi tekjulægri makinn ekki nýtt miðþrepið að fullu, þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þegar sýnt þykir að heimild til slíkrar millifærslu hafi skapast geta samskattaðir aðilar óskað eftir endurreikningi á þeirri staðgreiðslu sem innt hefur verið af hendi og jafnframt endurgreiðslu hennar reynist staðgreiðslan of há. Slík endurgreiðsla getur þó ekki komið til fyrr en á síðasta ársfjórðungi og aldrei numið lægri fjárhæð en 50.000 krónum eða hærri fjárhæð en 100.000 krónum.