Skip to main content
Frétt

Örorkulífeyrisþegar kalli eftir rökstuðningi frá lífeyrissjóðunum.

By 9. ágúst 2006No Comments
Öryrkjabandalag Íslands hvetur alla þá sem fengu bréf frá Greiðslustofu lífeyrissjóða dags. 28.07.2006, þar sem tilkynnt var um lækkun eða niðurfellingu greiðslna örorkulífeyris að kalla eftir nánari rökstuðningi frá sínum lífeyrissjóði/-sjóðum. Neðst í greininni má finna umboð til starfsmanna ÖBÍ til að vinna nánar í málum einstaklinga.

Bréf A og B

Hér fyrir neðan er tengill á tvö mismunandi bréf í word-skjali til að senda eða hafa til hliðsjónar. Hægt er að taka afrit af bréfinu og setja inn nafn þess lífeyrissjóðs sem við á hverju sinni, dagsetningu og undirrita með nafni, kennitölu og heimilisfangi.

Þeir sem senda bréf til lífeyrissjóðs/-sjóða eru beðnir um að taka ljósrit af bréfinu, undirrituðu, og senda afrit til síns aðildarfélags, eða til Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Einnig má senda afrit í símbréfi, 530 6701 eða á netfangið obi@obi.is

Vinsamlega hafið sambandi við skrifstofu ÖBÍ ef nánari upplýsinga er óskað í síma 530-6700.

Vakin er ahygli á að bréfin eru mismunandi, fer eftir því hvort örorkulífeyrisþegi hefur fengið tilkynningu um niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðslu eða lækkun greiðslu.

Umboð
Starfsfólk ÖBÍ mun vinna nánar með mál örorkulífeyrisþega ef óskað er. Starfsfólk ÖBÍ þarf þá umboð þitt til að vinna að framgangi mála.

Neðst í  þessum upplýsingum er tengill inn á umboð sem hægt er að prenta út og fylla inn á upplýsingar um nafn, heimilsfang, póstfang og sveitarfélag ásamt kennitölu. Neðst á umboðið þarf síðan að setja inn stað og dagsetningu og undirrita. Tvo votta þarfa að fá til að staðfesta að um rétta undirskrift og dagsetningu sé að ræða.

UMBOÐ – auðvelt að prenta út og fylla inn í nauðsynlegar upplýsingar (word-skjal 28,5 Kb)