Skip to main content
Frétt

Örorkustyrkur – átt þú rétt á slíku?

By 24. ágúst 2010No Comments
Þeir sem hafa misst 50-74% af starfsorku, samkvæmt örorkumati tryggingalæknis, eiga rétt á þessum styrk. Hann er hugsaður sem stuðningur við þá sem bera verulegan aukakostna vegna lyfja-, læknis- eða hjálpartækja.

Hverjir eiga mögulegan rétt á örorkustyrk?

Þeir sem eru:
 • 18-67 ára,
 • með 50-74% örorkumat tryggingalæknis
 • hafa verið búsettir á Íslandi a.m.k. þrjú síðustu árin eða í sex mánuði ef starfsorka var óskert þegar búseta hófst á Íslandi.

Hvað er örorkustyrkur?

 • Örorkustyrkur er tekjutengdur bótaflokkur hjá Tryggingastofnun og getur hæstur verið u.þ.b. ¾ af fullum örorkulífeyri hjá fólki á aldrinum 62-67 ára.
 • Engar viðbótargreiðslur eru með örorkustyrk nema til þeirra sem hafa börn innan 18 ára á framfæri sínu. Viðbótin er 75% af barnalífeyri fyrir hvert barn á framfæri umsækjanda.
 • Fullur örorkustyrkur ef árstekjur einstalingsins eru undir 2.575.220 kr.
 • fellur niður við árstekjur 3.981.332 kr.
 • Tekjur maka hafa ekki áhrif á greiðslur, nema 1/2 fjármagnstekna hjá sambúðarfólki/hjónum.

Hvenær fellur örorkustyrkur niður?  

 • ef árstekjur (brúttó)  fara yfir 3.981.332 kr.
 • endurnýjað mat er undir 50% eða nær 75% örorkumati
 • einstaklingur verður 67 ára,  réttur til ellilífeyris myndast en ATH! sækja þarf sérstaklega um
 • ef endurnýjun á örorkumati berst of seint til TR fellur örorkustyrkur niður þar til nýtt örorkumat hefur verið afgreitt
 • ef búsetuskilyrði eru ekki uppfyllt
 • við andlát

Tekið úr frétt á heimasíðu Tryggingastofnunar Íslands, tr.is