Skip to main content
Frétt

Öryrki heima og að heiman

By 2. júlí 2012No Comments

TR synjaði fötluðu fólki um örorku sökum þess að örorka þeirra var tilkomin fyrir flutning til Íslands. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hefur nú hnekkt synjun TR.

Forsaga málsins er sú að Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) kærði fyrir hönd nokkurra fatlaðra einstaklinga af erlendum uppruna, synjun Tryggingastofnunar ríkisins (TR) um örorkulífeyri til þeirra. Forsendur TR voru þær að örorka kærenda væri tilkomin áður en flutt var til Íslands og þeir ættu því engan rétt á Íslandi.ÖBÍ starfsmenn voru ekki sammála þessari túlkun laganna og vildu láta á reyna sem prófmál.

Meginniðurstaða úrskurðanna

Úrskurðarnefnd almannatrygginga komst að þeirri niðurstöðu að þar sem kærendur uppfylltu læknisfræðileg skilyrði örorku (75% örorkumat), höfðu verið búsettir á Íslandi lengur en þrjú ár áður en umsóknirnar voru lagðar fram, á aldrinum 18 til 67, og búsettir (með lögheimili) á Íslandi þá uppfylltu þeir skilyrði örorkulífeyris skv. 18. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007

Úrskurðarnefndin felldi því synjun TR úr gildi því að skilyrði um 75% örorku væru uppfyllt. Málunum var vísað til TR til ákvörðunar á fjárhæð greiðslna í samræmi við hlutfall búsetu á Íslandi. Lífeyrisgreiðslur sem kærendur njóta frá fyrra búsetulandi koma til frádráttar rétti þeirra til örorkulífeyris frá Tryggingastofnun.

Tengill á úrskurðina sem voru samhljóma: