Skip to main content
Frétt

Öryrkjabandalag Íslands krefst ógildingar forsetakosninganna 30. júní 2012

By 4. júlí 2012No Comments
Fyrir kosningar til stjórnlagaráðs var því lofað að
slíkir annmarka yrðu lagfærðir í kosningalögum.

Í ljós kom að við framkvæmd forsetakosninganna 30. júní var fötluðu fólki sem ekki gat krossað við sjálft vegna líkamlegrar fötlunar gert að notast við aðstoð einstaklings úr kjörstjórn, sem sagt fulltrúa stjórnvalds.

Í 5. grein stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins segir að forseti skuli kosinn leynilegri kosningu.

Í 3. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sem er eini mannréttindasáttmáli sem löggiltur hefur verið á Íslandi, segir að atkvæðagreiðsla skuli vera leynileg og fari fram við aðstæður sem tryggi það að álit einstaklinga komi í ljós með frjálsum hætti.

Í 29. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var 30. mars 2007, er tekið á þessu sérstaka máli en þar segir að fatlað fólk skuli eiga möguleika á því að láta vilja sinn óþvingað í ljós og þegar svo ber undir að það fái að njóta aðstoðar einstaklinga sem það sjálft kýs við að greiða atkvæði.

Fyrir kosningar til stjórnlagaráðs var því lofað að slíkir annmarka yrðu lagfærðir í kosningalögum. Undanþága var veitt blindum, þar sem kjörseðillinn var of flókinn til að nota skapalón, og hreyfihömluðum og hefði auðveldlega mátt gera slíka undanþágu nú.

Í ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar er hvergi minnst á þá undanþágu til fatlaðs fólks sem að framan greinir sem ástæðu ógildingarinnar. Þau fimm atriði sem nefnd eru sérstaklega lúta öll að því að tryggja leynilegar kosningar.

Unnið er að því að safna saman þeim sem voru órétti beittir og hafa hug á að vera með í málsókninni.

Eftir að hafa fengið vitneskju um að þessi grundvallarréttur hafi verið brotinn á fjölmörgum einstaklingum ráðfærði Öryrkjabandalagið sig við lögfræðinga og hefur nú ákveðið að kæra kosningarnar.

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands ákvað það samhljóða að nú væri nóg komið og mannréttindabrot verði ekki liðin lengur og er þetta liður í þeirri baráttu.

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands,