Skip to main content
Frétt

Samningur um gistingu 2009 til 2010

By 5. ágúst 2009No Comments
Gistisamningur milli Fosshótela og Öryrkjabandalags Íslands.

Fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn undirrituðu þau Halldór S. Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands og Magnfríður Ó. Pétursdóttir frá Fosshótelum gistisamning.

Samningur þessi gildir fyrir öll aðildarfélög ÖBÍ (32 talsins) til 14. maí 2010. Með þessum samningi er öllum þeim sem geta framvísað örorkuskírteini frá Tryggingastofnun Ríkisins gert kleift að nýta sér þau kjör er samningurinn kveður á um.  Fosshótel bjóða gistingu á öllum hótelum keðjunnar fyrir 10.000 kr nóttina. Verðið gildir fyrir einsmanns og tveggjamanna herbergi með baði og morgunverð.  Þetta verð er í gildi til 14. september en þá lækkar það niður í 9.000 krónur. Fosshótelin eru 10 talsins.

Heilsárshótel eru:      

Fosshótel Lind og Baron í Reykjavík,  
Fosshótel Reykholt, Borgarfirði, Fosshótel Húsavík og Fosshótel Dalvík.

Sumarhótel eru:

Fosshótel Skaftafell, (opið 01.03.-31.10.)
Fosshótel Vatnajökull, Höfn í Hornarfirði, (opið 15.05 – 25.09)
Fosshótel Mosfell, Hella, (opið 01.06 – 31.08)
Fosshótel Suðurgata, Reykjavík, (opið 03.06 – 23.08)
Fosshótel Laugar, Reykjadal, (opið 01.06 – 19.08)

Allar nánari upplýsingar um hótelin er að finna á heimasíðu Fosshótela.

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla er í lagi með fyrirvara á eftirtöldum hótelum, Fosshótel Húsavík, Fosshótel Baron og Fosshótel Reykholti. Opinber úttekt á þeim hefur ekki verið gerð og því er þessi fyrirvari settur.

Unnið er að úttekt á hótelunum með tilliti til aðgengis fyrir alla. Vonir standa til að sú úttekt verði kláruð í sumar. Þær upplýsingar verða svo settar á heimasíðu Fosshótela.