Skip to main content
Frétt

Öryrkjar og aldraðir óttast um hag sinn

By 4. júní 2015No Comments

Viðtöl við Ellen Calmon á Bylgjunni og RÚV í gær um málefni öryrkja og ellilífeyrisþega en ekki stendur til að hækka bætur hjá þessum hópum samkvæmt stjórnvöldum.

Ellen Calmon formaður ÖBÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Rætt var um stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega og örvæntingu sem hefur ríkt alltof lengi meðal þessara hópa. Staða þeirra er erfið því ólíkt launþegum hafa þeir ekki verkfallsvopnið í höndunum.