Skip to main content
Frétt

P stæði á menningarnótt

By 20. ágúst 2014No Comments

Sérmerkt bílastæði eru á eftirtöldum stöðum

Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða þrjú á hátíðarsvæðinu og komast allir þeir sem eru með P-merki inn á hátíðarsvæðið.                           

Stæðin eru:

  • Við Hallgrímskirkju Bergþórugötumegin
  • Hornið við Skúlagötu og Ingólfsstræti,
  • Stæði við Túngötu.

Skúlagatan er skilgreind af neyðarbílum lögreglu og slökkviliðs sem neyðarbraut. Það er því mjög mikilvægt að ekki sé lagt í Skúlagötu sjálfri ef óhapp ber að garði.

Þeir sem eiga erfitt með gang en eru ekki með P merki geta tekið Leigubíl inn á svæðið.  Eða lagt bílum sínum við Höfðatorg og tekið Strætó upp á Skólavörðuholt.