Skip to main content
Frétt

Persónulegir talsmenn – undirritun umsókna

By 17. desember 2012No Comments
Samkvæmt nýrri reglugerð nr. 972/2012 mega persónulegir talsmenn undirrita umsókn fyrir hinn fatlaða. Á heimasíðu TR má finna þessa frétt um málið:
 
Samkvæmt nýrri reglugerð um persónulega talsmenn fatlaðs fólks nr. 972/2012 mega persónulegir talsmenn undirrita umsókn um bætur fyrir hönd hins fatlaða og gera annað sem nauðsynlega þarf til að hinn fatlaði fái bætur. Heimildin er háð því að þeir hafi gert samkomulag við réttargæslumann um að þeim sé þetta heimilt.